Himneskt er hlekkur í Heillakeðju barnanna

Vörumerkið HIMNESKT er stuðningsaðili mánaðarins í Heillakeðju barnanna í september. Himneskt styður Barnaheill – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Himneskt vörumerkið hefur farið ört stækkandi síðustu ár og er nú stærsta lífræna vörumerkið á Íslandi með rúmlega 120 lífrænar vörutegundir. Þær eru allar vottaðar af Vottunarstöðinni Túni.  Sólveig Eiríksdóttir, oft kenndi við veitingarsstaðinn Gló, er manneskjan á bak við merkið.   Hún hefur áratuga reynslu á sviði lífrænna matvæla og hefur lagt mikið upp úr því að bjóða upp á hágæða lífræna vöru sem stenst verðsamanburð við hefðbundna matvöru.

Vörumerkið HIMNESKT er stuðningsaðili mánaðarins í Heillakeðju barnanna í september. Himneskt styður Barnaheill – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Himneskt vörumerkið hefur farið ört stækkandi síðustu ár og er nú stærsta lífræna vörumerkið á Íslandi með rúmlega 120 lífrænar vörutegundir. Þær eru allar vottaðar af Vottunarstöðinni Túni.  Sólveig Eiríksdóttir, oft kenndi við veitingarsstaðinn Gló, er manneskjan á bak við merkið.   Hún hefur áratuga reynslu á sviði lífrænna matvæla og hefur lagt mikið upp úr því að bjóða upp á hágæða lífræna vöru sem stenst verðsamanburð við hefðbundna matvöru.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla. Í hverjum mánuði er valið eitt þema úr barnasáttmálanum. Í september er það 19. greinin sem fjallar um vernd barna gegn ofbeldi, þar á meðal ofbeldi á neti.

Samtökin hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Erlendis styðja samtökin menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Þátttaka Himenskt í Heillakeðjunni er hlekkur í samfélagslegri ábyrgð Aðfanga, sem dreifa vörunni.

Þau fyrirtæki sem taka þátt í heillakeðjunni í ár eru Blómaval, Ölgerðin, Lýsi, VÍS, N1, Háskólabíó og Smárabíó, Síminn, Aðföng, Icepharma, Epli.is og Eymundsson. Með þátttöku í Heillakeðjunni mynda fyrirtækin keðju stuðningsaðila og skuldbinda sig í einn mánuð í einu til að leggja verkefnum samtakanna lið. Hvert þeirra mun fara ólíkar leiðir í sínum mánuði en hægt verður að fylgjast með því sem í boði verður á heimasíðu fyrirtækjanna og á facebook-síðu Heillakeðjunnar.

Heillakedjan.is
Einstaklingar geta tekið þátt í Heillakeðju barnanna með því að stofna sínar eigin heillakeðjur til stuðnings börnum inn á vefnum heillakedjan.is. Þar er með einföldum hætti hægt að stofna til heillakeðju, velja verkefni til að styrkja og bjóða vinum að taka þátt. Sá einstaklingur eða hópur sem nær að safna mestu fé eða flestum einstaklingum hvern mánuð fær glaðning frá fyrirtæki mánaðarins.

Börn þurfa á þínum stuðningi að halda – Taktu þátt í Heillakeð