HIV-smituðum börnum undir 15 ára aldri hefur fjölgað þvert á almenna þróun

27473pre_7965d06431267f0Áætlað er að HIV-smituðum börnum hafi fjölgað um 400 þúsund á liðnu ári, þrátt fyrir að HIV-smituðum hafi almennt fækkað. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn alnæmi, vilja Barnheill – Save the Children vekja athygli á þeirri staðreynd að börn eru aukið hlutfall þeirra sem eru með HIV-veiruna og að stórauka þarf aðstoð við þennan viðkvæma hóp.

27473pre_7965d06431267f0
Ljósmyndari: Luca Kleve-Ruud

Áætlað er að HIV-smituðum börnum hafi fjölgað um 400 þúsund á liðnu ári, þrátt fyrir að HIV-smituðum hafi almennt fækkað. Í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn alnæmi, vilja Barnheill – Save the Children vekja athygli á þeirri staðreynd að börn eru aukið hlutfall þeirra sem eru með HIV-veiruna og að stórauka þarf aðstoð við þennan viðkvæma hóp.

Árið 2008 voru börn 6,3 prósent þeirra sem voru HIV-smitaðir. Í fyrra voru börn orðin 7,5 prósent smitaðra. Áætlaður fjöldi HIV-smitaðra barna fór úr 2,1 milljón barna árið 2008 í 2,5 milljónir barna árið 2009 á meðan að heildarfjöldi HIV-smitaðra lækkaði úr 33,4 milljónum í 33,3 milljónir á sama tímabili. Ef marka má upplýsingar frá UNAIDS, er fjöldi HIV-smitaðra barna sérstaklega há í löndum á borð við Nigeríu og Suður-Afríku.

Árið 2008 létust 28 þúsund börn úr alnæmi og 430 þúsund börn undir 15 ára aldri hafa nýverið greinst með HIV. Um 90 prósent þessara barna hafa smitast af HIV-veirunni frá móður sinni, annað hvort á meðgöngu, í fæðingu eða í gegnum brjóstagjöf. Þetta gerist þó leiðir til að hindra smit séu vel þekktar á meðal heilbrigðisstarfsmanna.
 
„Á meðan heildarfjöldi HIV-smitaðra dróst lítillega saman á síðasta ári, hefur börnum sem smituð eru af veirunni fjölgað,“ segir Simon Wright, yfirmaður heilbrigðismála Barnaheilla – Save the Children. „Við verðum að taka þetta alvarlega og auka hlut barna og ungs fólks þegar kemur að baráttunni gegn HIV. Við verðum að gera meira til að koma í veg fyrir ný smit frá móður til barns og styðja þau börn og fjölskyldur sem búa þegar við HIV-veiruna. Þetta verður ekki gert með einstökum verkefnum heldur undirstrikar þetta þörfina fyrir virk heilbrigðiskerfi sem geta veitt viðeigandi mæðravernd með því fjármagni, starfsfólki og lyfjum sem til þarf.“

Alice Fay er ráðgjafi hjá Barnaheillum – Save the Children um HIV. Hún er nýkomin frá Lýðveldinu Kongó þar sem hún vann með HIV-jákvæðum börnum. „Það getur verið hræðilegt fyrir barn að fæðast með HIV-smit. Sum barnanna skammast sín í fyrstu fyrir foreldra sína en vita jafnframt að þau yrðu munaðarlaus ef foreldrunum tekst ekki að fá þau lyf sem tryggja þeim líf. Þau verða einnig að lifa við skömmina um að vera með kynsjúkd&oa