Hjálparbeiðni fyrir írönsk börn

Barnaheill, Save the Children á Íslandi, hafa óskað eftir fjárhagsaðstoð utanríkisráðherra til hjálpar börnum í Írak. Meginmarkmiðið með neyðaraðstoð samtakanna í Írak er að halda dánartíðni barna í lágmarki og draga úr sýkingarhættu, svo og að draga úr skaðlegum áhrifum stríðsins á líf og almenna velferð barnanna. Samtökin Save the Children hafa starfað í Írak síðan 1991 og eru með stærstu og reyndustu alþjóðasamtökum starfandi í landinu. Samtökin eru vel í stakk búin til að takast á við neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur þeirra, með starfsemi sinni í Jórdaníu, Kúveit, Íran og Norður-Írak.
Sjá nánari upplýsingar um starfsemi Save the Children í Írak hér.