Öryggisráð SÞ fær falleinkunn vegna Sýrlands

Í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children og 20 annarra mannúðar- og hjálparsamtaka um málefni Sýrlands, kemur fram að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi mistekist að innleiða ályktanir ráðsins. Þetta hafi leitt til þess að síðasta ár varð það alversta fyrir sýrlenskan almenning frá upphafi átakana.

Í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children og 20 annarra mannúðar- og hjálparsamtaka um málefni Sýrlands, kemur fram að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi mistekist að innleiða ályktanir ráðsins. Þetta hafi leitt til þess að síðasta ár varð það alversta fyrir sýrlenskan almenning frá upphafi átakana.

Á sunnudag, 15. mars, eru fjögur ár liðin frá því átökiin hófust. Í skýrslunni Failing Syria, er gagnrýni stofnanna útlistuð á því hvernig öryggisráðinu hefur mistekist að draga úr þjáningum óbreyttra borgara á sama tíma og átökin hafa harðnað. Í þremur málaflokkum af fjórum sem ályktanirnar fjalla um, fær ráðið F, eða falleinkunn þar sem staðan hafi versnað - og í einum einkunnina D, sem merkir að enginn árangur hafi náðst.

Þrjár ályktanir voru samþykktar í öryggisráðinu á liðnu ári þar sem þess var krafist að öryggi, vernd og aðstoð yrði tryggð fyrir almenna borgara í Sýrlandi. Þrátt fyrir það hefur aðgengi hjálparsamtaka að stórum hluta Sýrlands minnkað og fleiri almennir borgarar en nokkru sinni fyrr, þar með talin börn, hafi verið drepin, flúið heimili sín og þurfi á aðstoð að halda.

Skýrslan er harðorð og í henni birtist samanburður á þeim kröfum sem settar voru fram í ályktunum ráðsins  síðasta árið – og stöðunni í eins og hún er í dag. Ályktanirnar hafa verið hunsaðar eða lítið gert úr þeim af stríðandi fylkingum, meðlimum Öryggisráðsins og öðrum aðildarríkjum SÞ. Þetta hefur leitt til verstu kreppu fyrir sýrlenskan almenning frá upphafi átakanna:

  • Almenningur nýtur ekki verndar: 76 þúsund manns voru drepnir árið 2014 miðað við 220 þúsund frá upphafi átakanna árið 2011
  • Aðgengi eftir hjálp hefur ekki batnað: Alls búa 4,8 milljónir manna á svæðum sem SÞ hafa skilgreint sem svæði sem erfitt er að ná til – 2,3 milljónum fleiri en árið 2013
  • Þörf fyrir hjálparstarf hefur aukist: 5,6 milljónir barna þurfa hjálp, 31% fleiri en árið 2013 
  • Fjármunir til hjálparstarfs hafa minnkað miðað við þörf: Árið 2013 fékkst fjármagn fyrir 71% hjáparstarfsins í þágu almennings innan Sýrlands og sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi löndum. Árið 2014 var talan 57%.

Hjálparsamtök náðu til færri einstaklinga í gegnum bílalestir frá Damascus árið 2014 en 2013 (1