Hjálparstarf Save the Children í Bangladess skilar árangri

Save the Children-samtökin, sem hafa starfað í Bangladess frá 1970, brugðust skjótt við neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar gríðarlegra flóða í landinu. Starf samtakanna hefur miðast að því að dreifa matvælum, vatnshreinsitöflum og lyfjum auk sérstakra aðgerða til verndar börnum. Þetta hefur skilað þeim árangri að útbreiðsla farsótta er verulega minni á starfssvæðum Save the Children en á öðrum flóðasvæðum. Mikil áhersla er lögð á barnavernd og hreinsun og enduropnun skóla.

Save the Children-samtökin, sem hafa starfað í Bangladess frá 1970, brugðust skjótt við neyðarástandi sem skapaðist í kjölfar gríðarlegra flóða í landinu. Starf samtakanna hefur miðast að því að dreifa matvælum, vatnshreinsitöflum og lyfjum auk sérstakra aðgerða til verndar börnum. Þetta hefur skilað þeim árangri að útbreiðsla farsótta er verulega minni á starfssvæðum Save the Children en á öðrum flóðasvæðum. Mikil áhersla er lögð á barnavernd og hreinsun og enduropnun skóla.

Save the Children reka 75 barnaverndarmiðstöðvar á flóðasvæðunum og hafa þegar sótthreinsað og lagað aðstöðu í 28 skólum auk þess að dreifa matvælum og öðrum nauðsynjum. Þá hafa þau byggt upp brunna og salernis- og hreinlætisaðstöðu. Næstu mánuðina mun hjálparstarf samtakanna í Bangladess beinast að því að tryggja grunnþarfir barna á þeim svæðum sem verst urðu úti og að uppbyggingarstarfi til að börn og fjölskyldur þeirra geti sem fyrst hafið eðlilegt líf.
Þeim, sem vilja styðja starf Barnaheilla – Save the Children og styrkja starfið í Bangladess, er bent á reikning Barnaheilla 1150-26-4521, kt. 521089-1059, og símanúmer samtakanna 561-0545.