Hjálpum nemendum Menntaskólans við Sund að bæta framtíð barna í Kambódíu

Srey Mab er þriðja frá hægriMeira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi.

Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum.

Meira en 40 milljónir barna víða um heim eru án viðunandi menntunar vegna átaka sem ríkja eða hafa ríkt í löndum þeirra. Skólaganga er á óskalista þeirra allra þar sem þau vita að menntun er lykillinn að friði og betra lífi.

Srey Mab, 14 ára, er ein þeirra sem hefur fengið ósk sína um skólagöngu uppfyllta. Hún býr í Veal Bompong þorpi í Kampong Cham sýslu í Kambódíu og hitti ég hana og fjölda annarra barna í þorpinu hennar fyrir nokkrum mánuðum.

Héraðið er mjög afskekkt og eru aðeins nokkrir mánuðir síðan þangað komst á vegasamband. Um 10 ár eru síðan friður komst á í héraðinu, en stríð ríkti í Kambódíu í 30 ár. Fátækt og skortur er allsráðandi á svæðinu og engin nútímaþægindi s.s. rafmagn og rennandi vatn er að finna.

Srey Mab sem er nú í 2. bekk hóf skólagöngu sína í október 2007, þegar skólinn í þorpinu hennar var tilbúinn. Alla morgna vaknar hún klukkan sex og vinnur bústörf fyrir bændur í sveitinni til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Hún er í skóla frá 13-17 sex daga vikunnar og á sunnudögum vinnur hún bústörf allan daginn. Hún reynir að nota kvöldin til að læra, en það er erfitt þar sem ekkert rafmagn er í þorpinu og það dimmir snemma. Srey Mab er mjög ánægð í skólanum, henni finnst byggingin svo falleg og henni líður vel þar. Hana langar til að verða kennari í skólanum sínum þegar hún verður stór.

Skólinn var byggður fyrir fjármagn frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi. Í skólanum eru 238 börn og Srey Mab og skólasystkini hennar eru fyrsta kynslóðin í meira en 40 ár sem eiga kost á skólagöngu í Veal Bompong.

Barnaheill á Íslandi hafa undanfarin ár lagt um 12 milljónir króna í menntun barna í afskekktum héruðum Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Fyrir fjármagnið hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig. Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum. Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla.

Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að gó