Hjóla kringum landið til styrktar Barnaheillum

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í dag. miðvikudaginn 19. júní og stendur yfir til 22. júní . Öll áheit á liðin í keppninni renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Alls taka 25 lið þátt og hjóla með boðsveitarformi hringinn í kringum landið alls 1332 kílómetra. Þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin, en í ár munu um 200 manns taka þátt. Um er að ræða mikla aukningu frá síðasta ári þegar 78 manns þátt.

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í dag, miðvikudaginn 19. júní og stendur yfir til 22. júní . Öll áheit á liðin í keppninni renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Alls taka 25 lið þátt og hjóla með boðsveitarformi hringinn í kringum landið alls 1332 kílómetra. Þetta er annað árið í röð sem keppnin er haldin, en í ár munu um 200 manns taka þátt. Um er að ræða mikla aukningu frá síðasta ári þegar 78 manns þátt.

Í keppninni í ár verður boðið upp á ýmsar nýjungar. Fyrir utan A flokk þar sem 18 fjögurra manna lið keppa, verður einnig B-flokkur, þar sem nánast hver sem er getur tekið þátt. Þessi flokkur mun hafa mun rýmri regluramma og möguleika á því að allt að 10 manns séu saman í liði og vinni saman að því að koma liðinu alla leið og innan tímamarka. Sjö tíu manna lið taka þátt í B flokki keppninnar í ár. 

Þrjú erlend lið taka þátt í WOW Cyclothoni að þessu sinni, eitt karlalið og tvö kvennalið, en þau samanstanda af landsliðsfólki í tví- og þríþraut frá Bretlandi og má því búast við harðari keppni nú í ár en á síðasta ári.

Hreyfing og heilbrigði

Markmiðið er ekki einungis að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum á síðunni wowcyclothon.is. Þau renna til átaksverkefnis Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem snýr að heilsu og hreyfingu barna. Verkefnið hefur hlotið nafnið Hreyfing og heilbrigði og byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aðalmarkmið þess er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði, sem og að stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. Nú hafa safnast um 1,1 milljón króna og eru allir hvattir til að taka þátt með áheitum.

Skúli Mogensen er einn af skipuleggjendum keppninnar. Hann segir markmiðið með WOW Cyclothon vera að búa til alþjóðlega keppni sem standist samanburð við bestu keppnir á alþjóðavísu; „Íslensk náttúra hefur mikið aðdráttarafl og það er von okkar að með keppninni getum við vakið athygli á Íslandi sem frábæru útivistalandi. Jafnframt er það ánægjulegt að geta styrkt gott málefni og vakið athygli á heilsusamlegu líferni á sama tíma“.

„Það er virkilega gaman að finna metnaðinn í hjólaliðunum sem sum hver ætla sér stóra hluti í áheitasöfnuninni, jafnvel frekar en að vinna hjólakeppnina sjálfa. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að efla mannréttindi barna að taka þátt í áheitasöfnuninni. Liðin eru að gera fullt af skemmtilegum hlutu