Hjólasala og Stóri viðgerðardagurinn

Næstkomandi föstudag, 27. júní kl .12-16, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu á þeim hjólum sem ganga af í Hjólasöfnun samtakanna. 

Söfnunin hefur gengið vel vel í ár og hafa nú þegar safnast um 300 hjól. Öll börn sem sótt hafa um fá hjól úr söfnuninni. 

Næstkomandi föstudag, 27. júní kl .12-16, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu á þeim hjólum sem ganga af í Hjólasöfnun samtakanna. 

Söfnunin hefur gengið vel vel í ár og hafa nú þegar safnast um 300 hjól. Öll börn sem sótt hafa um fá hjól úr söfnuninni. 

Á miðvikudaginn, 25. júní, verður Stóri viðgerðardagurinn haldinn í Síðumúla 35 kl. 16-18. Við auglýsum eftir handlögnum sjálfboðaliðum með verkfæri til að leggja okkur lið þá.

Um leið og við óskum þeim börnum sem fá hjól úr söfnuninni til hamingju með hjólin, langar okkur að þakka ómetanlegt framlag sjálfboðaliða og sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum frá Æskunni, barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbnum - sem og Sorpu og Hringrás  sem söfnuðu hjólunum á endurvinnslustöðvum sínum.

Verkefnið hlaut styrk úr Lýðheilsusjóði.