Hjólasöfnun lokið – hjólasala hefst í dag

Nú er úthlutun á hjólum úr Hjólasöfnun Barnaheilla 2018 að ljúka en vel á þriðja hundrað börn hafa fengið hjól úthlutuð á undanförnum vikum.  Íslendingar hafa verið duglegir að gefa hjól eins og undanfarin ár.  Því verða afgangs hjól seld 22.–24. maí kl. 14–19 í húsnæði Hjólasöfnunarinnar að Langarima 21–23. Fjölbreytt úrval af hjólum af öllum stærðum og gerðum, bæði viðgerð og óviðgerð. Sanngjörn verð. Allur ágóði af sölunni fer upp í kostnað við Hjólasöfnunarverkefnið.  Nánari upplýsingar veitir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla í s. 820 7255.