Hjólasöfnun Barnaheilla 2016 er hafin

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gáfu hjól til söfnunarinnar og hvöttu þannig aðra til að koma ónotuðum hjólum í notkun á ný. Söfnunin stendur yfir til 30. apríl 2016 og úthlutanir fara fram í maí.

IMG_6109aHjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gáfu hjól til söfnunarinnar og hvöttu þannig aðra til að koma ónotuðum hjólum í notkun á ný. Söfnunin stendur yfir til 30. apríl 2016 og úthlutanir fara fram í maí.

Þetta er í fimmta sinn sem hjólasöfnunin fer fram en hún er unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara.

Hjólin verða gefin börnum og unglingum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Sorpu á Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði, Sævarhöfða, Ánanaustum og Jafnarseli í Reykjavík og Blíðubakka í Mosfellsbæ.

Sjálfboðaliðar munu gera hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau verða afhent.

Hundruð barna hafa notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla frá því henni var fyst hrundið af stað árið 2012.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook síðu söfnunarinnar og einnig er hægt að skrá sig þar til þátttöku í sjálfboðaliðastarf fyrir hjólaviðgerðir.