Hjólasöfnunin fór af stað með pompi og prakt

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á íslandi og WOW Cyclothon var ýtt úr vör á endurvinnslustöð Hringrásar í dag þegar nemendur í 4. bekk Langholtsskóla og Skoppa og Skrýtla lögðu verkefninu lið með því að gefa hjól í söfnunina. Þetta er annað árið í röð sem söfnunin er haldin en hún stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

IMG_7989Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á íslandi og WOW Cyclothon var ýtt úr vör á endurvinnslustöð Hringrásar í dag þegar nemendur í 4. bekk Langholtsskóla og Skoppa og Skrýtla lögðu verkefninu lið með því að gefa hjól í söfnunina. Þetta er annað árið í röð sem söfnunin er haldin en hún stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

Hjólin verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum.

Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum:

  • Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík
  •  Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík
  •  Sorpa – Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í Reykjavík

Hreyfing og heilbrigði

Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum.

WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á