Hjólsala Barnaheilla hefst 12.maí

Nú er úthlutun hjóla lokið og hefst hin árlega hjólasala Barnaheilla - Save the Children á Íslandi n.k. fimmtudag 12.maí. Hjólin eru að þessu sinni öll í misjöfnu ástandi og þarfnast mögulega viðgerða, en þau fást á mjög góðu verði til styrktar verkefnum Barnaheilla. Hjólasalan fer fram daganna 12. – 13. maí við TOPPSTÖÐINA í Elliðarárdalnum (aðkoma bakatil hægra megin). Allir eru velkomnir að koma og kaupa sér hjól, salan hefst í dag fimmtudag frá kl. 14-19.

Hjólasöfnun Barnaheilla fór fram í ellefta sinn í ár og bárust fleiri hundruð umsókna um hjól. Hjólum var úthlutað í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga úti um allt land. Mikil ánægja og gleði ríkti við hjólaúthlutunina hjá bæði börnum og foreldrum.

​Hjólasöfnunin hefur mjög breiða skírskotun í lýðheilsu- og samfélagslega þætti þar sem öllum börnum er gert kleift að geta hreyft sig utandyra, bæta úthald og líkamlegan styrk og njóta umhverfisins. Hún styður bæði við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer eitt um að útrýma fátækt en einnig númer 3 um heilsu og vellíðan allra barna. Auk þess eflir verkefnið þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu og veitir þeim aukna vellíðan.

Opnunartími við Toppstöðina, Rafstöðvarveg 4, er eftirfarandi:

Fimmtudaginn 12. maí kl. 14 - 19
Föstudaginn 13. maí kl. 12 - 17

Mynd: Toppstöðin.