Ætlar þú að hlaupa til góðs fyrir börn í Reykjavíkurmaraþoninu?

S.20._maraon_dcp_3458Nú hefur verið opnaður nýr vefur fyrir áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2010 á vefsvæðinu www.hlaupastyrkur.is. Um er að ræða mun notendavænna umhverfi heldur en unnið hefur verið í undanfarin ár og því hæg heimatökin að hlaupa til góðs fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Reykjavíkurmaraþon ÍslandsbankaNú hefur verið opnaður nýr vefur fyrir áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2010 á vefsvæðinu www.hlaupastyrkur.is. Um er að ræða mun notendavænna umhverfi heldur en unnið hefur verið í undanfarin ár og því hæg heimatökin að hlaupa til góðs fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í tuttugasta og sjöunda sinn 21. ágúst nk. Á nýja vefsvæðinu, www.hlaupastyrkur.is, geta hlauparar sett inn myndir af sér og sagt frá því hvers vegna þeir hafa valið að hlaupa fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Auk þess að greiða áheit með kreditkorti eins og verið hefur undanfarin ár, verður einnig hægt að heita á hlaupara með því að senda sms. Þannig er með auðveldum hætti hægt að styðja við starfsemi samtakanna með því að heita á viðkomandi hlaupara.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem sérhvert barn hefur fengið uppfylltan rétt sinn til lífs, verndar, þroska og þátttöku.  Hlutverk okkar er að gjörbylta og bæta meðferð barna um allan heim og ná fram varanlegum breytingum til batnaðar á högum þeirra.

Hlauptu til góðs!