Hlaupið fyrir börnin í Reykjavíkurmaraþoni

lilja_270x400Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 20. ágúst nk. eru hvattir til að hlaupa fyrir börnin með því að að efna til áheita fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Á hlaupastyrkur.is er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir samtökin og renna áheit þá óskipt til verkefna í þágu barna.

 

lilja_270x400Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 20. ágúst nk. eru hvattir til að hlaupa fyrir börnin með því að að efna til áheita fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Á hlaupastyrkur.is er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir samtökin og renna áheit þá óskipt til verkefna í þágu barna.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í tuttugasta og áttunda sinn 20. ágúst nk. Eins og fyrri ár, geta hlauparar valið um að skrá sig sem hlaupara fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Með því að heita á þá, er með auðveldum hætti hægt að styðja við starfsemi samtakanna.

Um allan heim eru börn sem vildu ekkert frekar en geta hlaupið um og leikið sér. Þú getur lagt þitt af mörkum til að tryggja mannréttindi barna með því að hlaupa fyrir þau og Barnaheill - Save the Children á Íslandi. Hérlendis er áherslan í starfi samtakanna á að standa vörð um réttindi barna og þátttöku þeirra og á vernd barna gegn ofbeldi. Erlendis styðja samtökin menntun barna og neyðaraðstoð en alþjóðasamtökin Save the Children International vinna að réttindum og velferð barna í 120 löndum með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.

Á heimasíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna sex sögur barna sem búa við mismunandi kjör. Því miður eru þau langt í frá einu börnin sem glíma við ofbeldi, næringarskort, heilsufarsvandamál og skilningsleysi á hlutskipti þeirra. Ef þú vilt hjálpa börnum hér á landi og erlendis, geturðu valið þér eina sögu til að setja inn á síðuna þína á hlaupastyrkur.is með því að smella á takkann Deila með öðrum. Þú getur einnig pantað límmiða til að setja á hlaupafatnað þinn.