Hlaupum til góðs fyrir börnin

Reykjavíkurmaraþon verður haldið í þrítugasta sinn laugardaginn 24. ágúst 2013. Á vefsvæðinu www.hlaupastyrkur.is fer fram áheitasöfnun í tengslum við maraþonið og geta hlauparar skráð sig inn á síðuna og hlaupið til góðs.

áfram hlaupararReykjavíkurmaraþon verður haldið í þrítugasta sinn laugardaginn 24. ágúst 2013. Á vefsvæðinu www.hlaupastyrkur.is fer fram áheitasöfnun í tengslum við maraþonið og geta hlauparar skráð sig inn á síðuna og hlaupið til góðs.

Reykjavíkurmaraþon verður haldið í þrítugasta sinn laugardaginn 24. ágúst 2013. Á vefsvæðinu www.hlaupastyrkur.is fer fram áheitasöfnun í tengslum við maraþonið og geta hlauparar skráð sig inn á síðuna og hlaupið til góðs fyrir eitthvert góðgerðarfélag. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi hvetjum hlaupara til að styrkja gott málefni og hlaupa fyrir Barnaheill í þágu allra barna á Íslandi sem og víða um heim. Samtökin vinna að mannréttindum þeirra og velferð og eru talsmaður þeirra í þjóðfélaginu. Meðfylgjandi eru stutt myndskeið sem hlauparar geta nýtt til að hvetja vini og vandamenn til að heita á sig s.s. á facebook og á áheitasíðunni.


Í fyrra söfnuðust alls 46 milljónir til góðgerðarmála þegar 13.410 hlauparar tóku þátt í hlaupinu. Stefnt er á að opna áheitasíðuna í byrjun júní og verður opið fyrir skráningu áheita til miðnættis miðvikudaginn 26. ágúst.


Hlaupum til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og hlaupum fyrir Barnaheill!

 

Myndskeið:

http://www.youtube.com/watch?v=uZS4hi2TKu8

http://www.youtube.com/watch?v=NUux7Q5FlW4