Hleypur þú til góðs?

Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst næstkomandi.  Við hvetjum hlaupara til að hlaupa fyrir börnin með að efna til áheita fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Hér er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir samtökin og renna áheit óskipt til verkefna í þágu barna. 

Þeir sem ekki taka þátt í maraþoninu en vilja samt sem áður styðja samtökin geta heitið á hlaupara sem hlaupa fyrir samtökin. Sjá lista yfir þá sem þegar hafa skráð sig hér.