H&M HOME selur ævintýralega vörulínu til stuðnings verkefnum Barnaheilla

Barnaheill - Save the Children og H&M HOME hafa sett á laggirnar nýja vörulínu með ævintýralegum leikföngum annað árið í röð. Líkt og í fyrra er yfirskrift vörulínunnar Hvert barn á skilið töfrandi æsku. Vörulínan er komin í verslanir H&M HOME á Íslandi ásamt verslunum í 30 öðrum löndum. 10% af allri sölu rennur til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem miða að því að vernda börn á hamfara- og átakasvæðum.

,,Öll börn eiga rétt á töfrandi æsku, sem felur í sér réttinn til þess að geta leikið sér, lært og hlotið vernd, óháð því hver þau eru, hvaðan þau koma eða hvar þau búa. Samvinna Barnaheilla og H&M gerir okkur kleift að ná til bjargarlausra barna, þar á meðal þeirra sem hafa upplifað átök eða náttúruhamfarir,” segir í yfirlýsingu Barnaheilla - Save the Children.

Ida Lindahl framkvæmdastjóri H&M HOME bindur vonir við að stuðningurinn nýtist Barnaheillum vel.

,,Við hjá H&M HOME erum stolt af því að styðja við Barnaheill annað árið í röð. Við hjá H&M HOME vonum að stuðningurinn sem hlýst af sölu vörulínunnar nýtist vel í því að hjálpa til og varpa ljósi á mikilvægi verkefna Barnaheilla á hamfara- og átakasvæðum.”