Horfin barnæska - Barnaheill efna til söfnunar á Heillavinum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til söfnunar á Heillavinum og er formleg opnun söfnunarátaksins á Lækjartorgi föstudaginn 19. júní kl. 12:00. Menntaverkefni Barnaheilla á stríðshrjáðum svæðum Kambódíu og Norður-Úganda eru í brennidepli í þessu söfnunarátaki.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til söfnunar á Heillavinum og er formleg opnun söfnunarátaksins á Lækjartorgi föstudaginn 19. júní kl. 12:00. Menntaverkefni Barnaheilla á stríðshrjáðum svæðum Kambódíu og Norður-Úganda eru í brennidepli í þessu söfnunarátaki.

Barnaheill leita eftir Heillavinum til að styðja við verkefni samtakanna bæði innanlands og erlendis. Að þessu sinni er í brennidepli alþjóðlegt menntaverkefni Barnaheilla, Save the Children, Bætum framtíð barna, (e.Rewrite the Future) sem hófst árið 2006 og miðar að því að bæta aðstæður milljóna barna í 20 stríðshrjáðum löndum.

Á þremur árum hafa samtökin náð að veita einni milljón barna menntun sem ekki höfðu verið í skóla áður og bæta menntun 10 milljón barna til viðbótar. Árangurinn er mikill en verkefnin ærin og stefna samtökin að því að veita tveimur milljónum barna sem eru án skólagöngu menntun fyrir árið 2011 og að bæta menntun milljóna barna til viðbótar.

Í heiminum í dag eru um 37 milljónir barna í stríðshrjáðum löndum án skólagöngu. Barnaheill, Save the Children á Íslandi, bæta framtíð barna í Norður-Úganda og Kambódíu fram til ársins 2011. Þar er unnið að uppbyggingu menntastarfs auk þess að vinna að því að vernda börn fyrir vinnuþrælkun, ofbeldi, mansali og misnotkun. Mikilvægt er að ná til þeirra verst settu, sem aldrei hafa verið í skóla og eru stjórnvöld, börn, foreldrar og nærsamfélagið allt virkjað til þess. Barnaheill hafa byggt skóla, þjálfað kennara og útbúið ný námsgögn á þessum svæðum en enn eru mörg verkefni framundan. Ljóst er að starf Barnaheilla ber raunverulegan árangur, og stuðningur Heillavina skiptir sköpum fyrir tugþúsundir barna og framtíð þeirra.