Horfin lífsgleði ? Okkar ábyrgð

Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til málþings á Hilton Reykjavík Nordica hóteli á morgun, 26. maí, frá kl. 09.00-12.30. Þar verður fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim og mögulegar leiðir til að stöðva það. Aðgangur er ókeypis.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi efna til málþings á Hilton Reykjavík Nordica hóteli á morgun, 26. maí, frá kl. 09.00-12.30. Þar verður fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim og mögulegar leiðir til að stöðva það. Aðgangur er ókeypis.

Samkvæmt íslenskum lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn öllu
ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu. Þau eiga jafnframt rétt á hjálp ef þau hafa orðið fyrir slíku.

Fyrirlesarar á málþinginu eru Jasmine Whitbread, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children en hún fjallar um ofbeldi gegn börnum á heimsvísu og hvernig bregðast verði við því, Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi en yfirskrift erindis hennar er „Okkar ábyrgð – hvað getum við gert til að stöðva ofbeldi gegn börnum?“, S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla sem fjallar um vináttu, virðingu og jafnrétti í Hagaskóla, fulltrúar Ungmennaráðs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi ræða um einelti í skólum, Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi verður með erindi sem kallast „Að hlusta á börn og unglinga“ og Halldór Hauksson, sviðsstjóri Barnaverndarstofu fjallar um úrræði á vegum stofnunarinnar.

Helgi Ágústsson, formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi býður gesti velkomna en Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari samtakanna setur málþingið. Fundarstjóri er Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
 
Hægt er að skrá sig til þátttöku í málþinginu með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is.