Hræðileg neyð í Mósambík vegna fellibylsins Idai

Roda missti aleiguna í fellibylnum. Með henni er dóttir hennar, Albertina, sem smitaðist af malaríu …
Roda missti aleiguna í fellibylnum. Með henni er dóttir hennar, Albertina, sem smitaðist af malaríu en fékk lyf fyrir tilstilli Barnaheilla – Save the Children og er á batavegi.

Áætlað er að 6.013 börn fæðist í þessum mánuði eða 194 á dag á svæðum þar sem fellibylurinn Idai reið yfir í Mósambík og færði land á kaf í vatn og eyðilagði 100.000 heimili. Þessi börn eru í aukinni hættu á að smitast af kóleru og malaríu. Kólerufaraldur er í uppsiglingu en börn eru sérlega viðkvæm fyrir kóleru og hætta á andvana fæðingum eykst til muna. Hætta er á lítilli fæðingarþyngd barna ef móðir smitast af malaríu. Fellibylurinn hefur áhrif á líf 1,8 milljóna manna þar af 1 milljónar barna. Barnaheill – Save the Children veita neyðaraðstoð á svæðinu sem og í Malaví og Simbabve þar sem fellibylurinn olli einnig tjóni.

Á myndinni er Roda sem er tvítug og missti aleiguna í fellibylnum. Með henni er dóttir hennar, Albertina, sem smitaðist af malaríu. Fjölskyldan klifraði upp í tré undan flóðunum þaðan sem henni var bjargað næsta dag. Fjölskyldan fékk lyf og hjálpargögn frá Barnaheillum – Save the Children til að draga úr líkum á frekara smiti.