Hryllilegar aðstæður barna í Sýrlandi

Óttinn við yfirvofandi loftárásir og sprengjur eru helstu áhyggjur meira en 250 þúsund barna sem áætlað er að búi á umsetnum svæðum innan Sýrlands. Fjöldi barnanna getur auk þess ekki stólað á eina máltíð á dag og býr við alvarlegar andlegar afleiðingar ástandsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um stöðu barna í Sýrlandi í tilefni þess að 15. mars eru fimm ár liðin frá upphafi átakanna í landinu.

Childhood under siege forsidaÓttinn við yfirvofandi loftárásir og sprengjur eru helstu áhyggjur meira en 250 þúsund barna sem áætlað er að búi á umsetnum svæðum innan Sýrlands. Fjöldi barnanna getur auk þess ekki stólað á eina máltíð á dag og býr við alvarlegar andlegar afleiðingar ástandsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um stöðu barna í Sýrlandi í tilefni þess að 15. mars eru fimm ár liðin frá upphafi átakanna í landinu.

Í skýrslunni, Children under siege - living and dying in besieged areas of Syria, lýsa foreldrar þeim hörmungum sem fjölskyldurnar búa við, ekki einungis sálrænum afleiðingum á börnin sem eru skelfingu lostin af ótta við sprengjur, heldur einnig skelfilegum afleiðingum þess að vera svipt mat, nauðsynlegum lyfjum og hreinu vatni.

Þegar mannúðarsamtökum tekst að koma birgðum til þessara svæða, hafa vörur horfið úr bílalestum og eru einungis brot af því sem þörf er á. Meðal þess sem hverfur eru nauðsynleg lyf, eldsneyti og næringarrík fæða og grundvallarvarningur á borð við lækningatæki vantar. Þar að auki er fólki ekki leyft að yfirgefa borgir og bæi til að komast undir læknishendur.

Í skýrslunni er rætt við meira en 125 mæður, feður og börn í 22 hópum sem búa á umsetnum svæðum innan landamæranna. Í öllum hópunum báru foreldrar vitni um þann hrylling sem fjölskyldurnar búa við. Börnin búi við stöðugan ótta við árásir og foreldrarnir segja að hegðun barnanna hafi breyst. Þau séu orðin hlédrægari, árásargjarnari og/eða þunglynd.

Vitnisburður fólksins dregur upp átakanlega mynd af daglegu lífi. Heilbrigðisstarfsfólk starfar við kertaljós, lyf klárast og veik börn deyja við eftirlitsstöðvar vegna tafa á að komast í læknishendur. Börn eru þvinguð til að borða soðin laufblöð, gras og dýrafóður í stað máltíðar og kennarar flytja skólastarfið í kjallara til að vernda börnin gegn sprengjum. Íbúar lýsa því hvernig leyniskyttur reyna að skjóta á hvern sem reynir að flýja þannig að íbúarnir lokast inni og verða fangar í eigin borg.

Óttinn hefur tekið völdin. Börnin bíða þess nú að vera drepin. Jafnvel fullorðnir bíða einungis eftir því að röðin komi að þeim, segir móðir í austurhluta Ghota.

Síðasta hálfa árið virðast átökin í landinu hafa harðnað og almennum borgurum er ekki hl&iacut