Hugarfarsbreyting á mannréttindum barna

Kristín Jónasdóttir, félagsfræðingur, var framkvæmdastjóri Barnaheilla frá árinu 1991-2006. Þá hafði starfsmaður verið í hálfu starfi á skrifstofunni frá stofnun samtakanna. Kristín fer yfir það markverðasta í sögu samtakanna á þeim tíma.

Kristi´n Jo´nasdo´ttirKristín Jónasdóttir, félagsfræðingur, var ráðin í hálft starf sem skrifstofustjóri Barnaheilla árið 1991. Þá hafði starfsmaður verið í hálfu starfi á skrifstofunni frá stofnun samtakanna. Kristín tók við af honum og var í fyrstu eini starfsmaður
samtakanna en ekki leið á löngu áður en hún var komin í fullt starf og fljótlega bættist við bókari í hlutastarfi.

Barnaheill voru fyrstu samtökin sem störfuðu að mannréttindum barna hér á landi með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. „Mér fannst mjög spennandi að vinna að þeirri samfélagslegu hugarfarsbreytingu varðandi réttindi barna sem við stóðum fyrir á þessum tíma,“ segir Kristín þegar hún rifjar upp tíma sinn hjá Barnaheillum. Margt nýtt hafi verið að
gerast í þessum málum. „Þetta var náttúrulega heljarinnar verk en mörg tækifæri sem sneru að bættum mannréttindum barna og það höfðaði til mín.“

Eitt helsta baráttumál samtakanna frá upphafi var að fá Barnasáttmálann staðfestan hér á landi og það gerðist árið 1992. „Við héldum stóra ráðstefnu um réttindi barna í október 1992 í gamla Tónabíói og þar var tilkynnt að ríkisstjórnin hefði staðfest Barnasáttmálann. Þetta var stór stund,“ segir Kristín þegar hún rifjar upp þetta mikilvæga skref í mannréttindabaráttu barna á Íslandi. Í kjölfarið tók við kynning á sáttmálanum og efnt var til samvinnu sem flestra í stjórnsýslunni sem komu að málefnum barna. Í almennri umræðu unnu samtökin að því að koma mannréttindavinklinum að. „Það sem stendur upp úr fyrir mér er hugarfarsbreytingin, sem orðið hefur á þessum 25 árum um rétt barna. Að börn eigi sín eigin réttindi. Þau eru ekki eign foreldra sinna eða fjölskyldna, heldur sjálfstæðir einstaklingar með eigin þarfir og réttindi. Okkur, foreldrunum og samfélaginu öllu ber skylda til að huga að réttindum barna, gæta þeirra og vernda. Þetta var stóra málið fyrir mig.“
Stundum er sagt að það sé gott fyrir sálina að vinna að góðgerðarmálum. Kristín var skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Barnaheilla í 15 ár og tekur undir þau orð. Hún segir að starf af þessu tagi sé gefandi en minnist þess þó að það hafi einnig verið krefjandi. „Ég lagði áherslu á að vera málefnaleg en einnig lipur og ákveðin í að koma sjónarmiðum og viðhorfsbreytingum á stöðu barna í samf&ea