Hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir?

ReportCoverImage_EO_Small_JPGNoregur er í fyrsta sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children „State of the World‘s Mothers Report“ fyrir árið 2010. Afganistan rekur lestina en Ísland er í þriðja sæti, færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári.

ReportCoverImage_EO_Small_JPGNoregur er í fyrsta sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla – Save the Children „State of the World‘s Mothers Report“ fyrir árið 2010. Afganistan rekur lestina en Ísland er í þriðja sæti, færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári.

Mæður í Noregi og Ástralíu eiga auðveldast með að sinna hlutverki sínu, ef marka má hina svokölluðu „vísitölu mæðra“ sem Barnaheill – Save the Children kynna nú í ellefta sinn. Vísitalan raðar löndum heims niður eftir því hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir. Afganistan er í neðsta sæti  af 160 löndum, þar af eru 43 vestræn ríki og 117 þróunarríki.

Ísland er í þriðja sæti, á eftir Noregi og Ástralíu, færist upp um eitt sæti frá fyrra ári. Fast á hæla Íslands, koma Svíþjóð, Danmörk, Nýja-Sjáland, Finnland, Holland, Belgía og Þýskaland. Í neðstu sætunum eru Afganistan, Nigería, Tchad, Gínea-Bissá, Jemen, Kongó, Malí, Súdan og Eritrea.

Meðal þess sem litið er til eru líkurnar á því að mæður látist af barnsburði, fjöldi (prósenta) fæðinga þar sem mæður njóta faglegrar hjálpar heilbrigðisstarfsmanna, fjöldi (prósenta) kvenna sem nota nútímalegar getnaðarvarnir, lífslíkur kvenna við fæðingu, fjöldi ára þar sem konur geta sótt sér formlega menntun, hlutfall tekna kvenna samanborið við karlmenn og þátttaka kvenna í stjórnun ríkja (fjöldi sæta). Þá er einnig litið á hverjar lífslíkur barna eru við fæðingu, á fjölda (prósenta) barna undir fimm ára aldri sem eru vannærð auk þess sem aðgengi að menntun og hreinu vatni er skoðað.

Í skýrslu Barnaheilla – Save the Children, „State of the World‘s Mothers Report“ fyrir árið 2010 þar sem „vísitala mæðra“ er kynnt, kemur fram hversu gríðarlega mikilvægt það er að veita mæðrum aðgang að menntun, fjárhagslegum tækifærum og heilsuvernd, bæði fyrir þær og börn þeirra. Það er líklegast til að tryggja að þau vaxi og dafni. Mikilvægur liður í þessu starfi er þátttaka kvenna í heilsuvernd um allan heim.

„Auðvitað væri best ef hver ófrísk kona og hvert veikt barn hefðu tækifæri til að vera undir læknishendi á heilsugæslustöðvum. Því fer því miður fjarri í fátækari löndum heims. En með tiltölulega litlum tilkostnaði í grunnþjálfun, eftirliti og stuðningi, geta kvenkyns heilbrigðisstarfsmenn komið á framfæri ódý