Hvatning til stjórnvalda á Degi barnsins

Nemendur í 10. bekk Austurbæjarskóla og Barnaheill – Save the Children á Íslandi boða til blaðamannafundar í stofu 315 í Austrbæjarskóla kl. 13 í dag á Degi barnsins. Lesin verður upp hvatning til stjórnvalda um að virða mannréttindi barna og berjast gegn barnafátækt. Börnin sýna verkefni sem þau hafa unnið um fátækt og frumsýna tónlistarmyndband með frumsömdum texta um fátækt og raunveruleika íslenskra barna sem alast upp við skort.

Barnafátækt er brot á mannréttindum barna - Nemendur í 10. bekk Austurbæjarskóla og Barnaheill – Save the Children á Íslandi boða til blaðamannafundar í stofu 315 í Austrbæjarskóla kl. 13 í dag á Degi barnsins. Lesin verður upp hvatning til stjórnvalda um að virða mannréttindi barna og berjast gegn barnafátækt. Börnin sýna verkefni sem þau hafa unnið um fátækt og frumsýna tónlistarmyndband með frumsömdum texta um fátækt og raunveruleika íslenskra barna sem alast upp við skort.

Á Íslandi eiga 12 þúsund börn á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þessar aðstæður koma í veg fyrir að þau njóti réttinda sinna til fulls.           

Dagur barnsins er opinber íslenskur dagur sem komið var á árið 2007 til heiðurs börnum. 

Hérmá sjá hvatninguna sem birtist í Fréttablaðinu nú um helgina.