Hvernig líður börnum í íþróttum?

Síðasti morgunverðarfundur vetrarins hjá Náum áttum hópnum ber yfirskriftina Hvernig líður börnum í íþróttum?  

N8mai17 copySíðasti morgunverðarfundur vetrarins hjá Náum áttum hópnum ber yfirskriftina Hvernig líður börnum í íþróttum?  

Flutt verða nokkur erindi:

Líðan barna í íþróttum sem Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu

Samfélagslegt hlutverk íþrótta sem Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðasviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekssviðs Borgarholtsskóla flytur

Sýnum karakter – markmið og áherslur, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ - „Sýnum karakter“ er átaksverkefni íþróttahreyfingarinnar um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum.

Fundarstjóri verður Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri íþrótta- æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins.