Hver seldur iPad skilar styrk til Barnaheilla

Epli.is styður Barnaheill - Save the Children á Íslandi með 1.000 krónum af hverjum seldum iPad í desember. Epli er hlekkur í Heillakeðju barnanna sem er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin.

Í hverjum mánuði er valið þema út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þema desembermánaðar er út frá 13. grein sem fjallar um tjáningarfrelsi og 19. greininni um vernd barna gegn ofbeldi. og er þá sérstaklega fjallað um ofbeldi á neti.

Epli.is styður Barnaheill - Save the Children á Íslandi með 1.000 krónum af hverjum seldum iPad í desember. Epli er hlekkur í Heillakeðju barnanna.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla. Sjaldan hefur verið brýnna en nú að standa vörð um málefni þeirra.

Í hverjum mánuði er valið eitt þema úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þema desembermánaðar er út frá 13. grein barnasáttmálans um tjáningarfrelsi og 19. greininni sem fjallar um vernd barna gegn ofbeldi og er þá sérstaklega fjallað um ofbeldi á neti.

Barnaheill hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Erlendis styðja samtökin menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Þátttaka Epli.is í Heillakeðjunni er hlekkur í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.