IKEA færir börnum á Íslandi afmælisgjöf

Barnaheill_IKEA_minniÍ tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna. Alls söfnuðust 758.801 krónur.

Barnaheill_IKEA_minniÞórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi ásamt Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna. Alls söfnuðust 758.801 krónur.

Viðskiptavinir IKEA gátu, með því að fara aftur í röðina, greitt fyrir varning sinn í nokkrum færslum og tryggt þannig að 30 krónur rynnu í hvert sinn til mikilvægra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Í verslun og veitingastað söfnuðust 733.380 kr. og pörin þrjú söfnuðu samtals 25.421 kr. Lögð er áhersla að standa vörð um réttindi barna, á þátttöku barna og á vernd barna gegn ofbeldi, í innlendum verkefnum samtakanna .

Saga IKEA hófst í Smálöndum í Svíþjóð fyrir rúmum 80 árum i. IKEA hefur haft þá stefnu að styrkja verðug málefni, sérstaklega þau er snúa að börnum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka samtökin versluninni og viðskiptavinum hennar þennan dýrmæta stuðning.