Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum

Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013.

Nú líður að sumri og brátt lýkur skólaárinu í grunnskólum landsins. Í mörgum skólum er nú þegar farið að undirbúa komandi skólaár og jafnvel búið að gefa út lista yfir þau námsgögn sem þurfa að vera tiltæk að hausti og foreldrar þurfa að útvega. Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013.

Samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds og ekki má mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Öll gögn sem skólinn gerir ráð fyrir að nemandi hafi tiltæk vegna skólagöngu sinnar og menntunar ætti skólinn því að útvega, hvort sem um er að ræða ritföng, pappír eða annað. Grunnskólalögin eru ekki í samræmi við Barnasáttmálann að þessu leyti, þar sem í 31. gr. laganna er heimild fyrir skólanna að krefjast greiðslu fyrir ákveðin gögn.

Síðastliðið haust sendu Barnaheill – Save the Children á Íslandi frá sér áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að tryggja öllum börnum gjaldfrjálsa grunnmenntun. Samtökin hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir lagabreytingum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og hvöttu sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi.

Mismunandi kostnaður eftir skólum
Töluverð umræða varð í samfélaginu í kjölfar áskorunar Barnaheilla og margir tóku undir hana. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi í framhaldinu lauslega athugun á kostnaði nemenda vegna námsgagna. Skoðaður var kostnaður nemenda í 1., 4., 6., 8. og 10. bekk í u.þ.b. 100 grunnskólum af öllu landinu. Verðlagning eins fyrirtækis var höfð til hliðsjónar. Athugunin leiddi í ljós mjög mismunandi kröfur skólanna um nauðsynleg gögn nemenda og þar af leiðandi afar mismunandi kostnað. Í 1. bekk var lægsta upphæðin 900 krónur og sú hæsta 12.000, í 4. bekk var sú lægsta 400 og sú hæsta 10.900, í 6. bekk 1.800 og 14.000, í 8. bekk 3.500 og 22.300 og í 10. bekk var kostnaðurinn minnst 3.100 krónur og mest 22.100. Gífurlegur munur er því á þeim kostnaði sem foreldrar bera á námi barna sinna eftir skólum og mismunun þar af leiðandi mikil. Foreldrar sem eru með þrjú börn í grunnskóla gætu þurft að greiða allt frá fáeinum þúsundum til tuga þúsunda fyrir námsgögn að hausti. Slíkt er algjörlega óásættanlegt í samfélagi þar sem grunnskóli &aac