Írösk börn á flótta þurfa að komast í skóla

Fimm ár eru síðan að stríðið í Írak hófst. Alþjóðasamtök Barnaheilla veita meira en tíu þúsund íröskum börnum og unglingum,  sem flúið hafa til Jórdaníu og Líbanon, formlega og óformlega menntun. Samtökin hvetja bandarísk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alla nauðsynlega aðstoð.

Fimm ár eru síðan að stríðið í Írak hófst. Alþjóðasamtök Barnaheilla veita meira en tíu þúsund íröskum börnum og unglingum,  sem flúið hafa til Jórdaníu og Líbanon, formlega og óformlega menntun. Samtökin hvetja bandarísk stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alla nauðsynlega aðstoð.

Fjöldi fjölskyldna sem þurft hefur að flýja heimili sín í Írak – þar með talin yfir tíu þúsund börn – hefur ekki verið meiri í Miðausturlöndum síðan 1948. Charles F. MacCormack framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bandaríkjunum gagnrýnir hve lítið hafi verið gert til að sporna við þeim aðstæðum og varnarleysi  sem írösk börn upplifa í þessum miklu fólksflutningum.

Nada  er 14 ára stúlka frá Bagdad. Hún varð munaðarlaus þegar foreldrar hennar og bræður voru drepinn í sprengjuárás. Hún býr núna í flóttamannabúðum í Sýrlandi með frændfólki sínu. “Ég sakna lífsins í Bagdad, Ég sakna pabba míns, bræðra minna og vina. Við komum til Sulaymania eftir að hafa ferðast í bíl í tvo til þrjá daga. Við áttum lítið bensín og þurftum að bíða og sofa í bílnum þangað til að við fundum meira bensín. Aðstæður mínar gera mig dapra – að eiga enga fjölskyldu gerir mig dapra. Ég er samt hamingjusöm að vera hér því, hér eru engar sprengjur og ekki verið að drepa neinn og það veitir mér öryggi. Mig langar að fara í skóla, að skrifa og lesa. Mig dreymir um að einn dag geti ég orðið læknir”.

Mörg írösk börn hafa gengið í gegnum mikla streitu, því fyrir utan það að þurfa að yfirgefa heimili sín hafa mörg þeirra upplifað dauðsfall í fjölskyldu,  misst af menntunarmöguleikum, og horft upp á sundrung í  fjölskyldu, skóla og lífinu sjálfu. Charles MaCormack leggur áherslu á að út frá mannúðarsjónarmiðum sé krafan sú að bregðast hratt og kröftulega við þessum aðstæðum á alþjóðavísu til að tryggja vernd íraskra barna.

Samkvæmt Dennis Walto sem starfar fyrir alþjóðasamtök Barnaheilla í Jórdaníu vantar bæði hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar fjármagn til að ná til íraskra fjölskyldna á flótta og á meðan á þjást börnin.

Sjá nánarhér