Íslandsteppið slegið á eina milljón króna

ÍslandsteppiðÍslandsteppið, bútasaumsteppi eftir Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur á Selfossi, var slegið á eina milljón króna á uppboði á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi þann 6. ágúst sl. Allur ágóði rann óskiptur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Samtökin þakka fyrir frábæran stuðning.

ÍslandsteppiðÍslandsteppið, bútasaumsteppi eftir Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur á Selfossi, var slegið á eina milljón króna á uppboði á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi þann 6. ágúst sl. Allur ágóði rann óskiptur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Samtökin þakka fyrir frábæran stuðning.

Íslandsteppið er hönnun og hugvit Jónínu Huldu og tók hana þrjú ár að ljúka gerð þess, en vinnustundir voru samtals 500. Teppið var til sýnis í Bókasafni Árborgar á Selfossi áður en það var boðið upp.

Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá, keypti teppið á eina milljón króna og verður það í framtíðinni á Hótel Rangá.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka Jónínu Huldu Gunnlaugsdóttur og eiginmanni hennar Steini Þórarinssyni kærlega fyrir þessa örlátu gjöf. Samtökin þakka Friðriki Pálssyni fyrir höfðinglegt framlag og óska honum og Hótel Rangá til hamingju með glæsilegt listaverk sem mun án efa gleðja gesti hótelsins um ókomna framtíð.

Nánari upplýsingar er að finna hér: http://www.sunnlenska.is/frettir/7297.html