Íslenskir rithöfundar senda Ban-Ki Moon bréf

Barnaheill, Save the Children og rithöfundar víða um heim hafa tekið höndum saman og hvetja til aðgerða til að tryggja öllum börnum skólagöngu fyrir árið 2015, eins og eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ gerir ráð fyrir.
Rithöfundarnir hafa skrifað undir  bréf til leiðtoga ríkja heims og Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,

Barnaheill, Save the Children og rithöfundar víða um heim hafa tekið höndum saman og hvetja til aðgerða til að tryggja öllum börnum skólagöngu fyrir árið 2015, eins og eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ gerir ráð fyrir. 

Rithöfundarnir hafa skrifað undir bréf til leiðtoga ríkja heims og Ban-Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að herða róðurinn í baráttu gegn ólæsi og skorti á menntun.  Pétur Gunnarsson, rithöfundur, afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur áskorunina með undirskrift 45 íslenskra rithöfunda, en utanríkisráðherra og forsætiráðherra sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum þar sem þúsaldarmarkmiðin verða til umræðu. „Ef það er eitthvað sem við Íslendingar getum miðlað heiminum þá er það vitneskjan um mikilvægi læsis." Sagði Pétur við afhendingu undirskriftarlistans. Alls hafa 250 rithöfundar um allan hnöttinn  skrifað undir áskorunina til Sameinuðu þjóðanna

„Nú eru aðeins sjö ár til stefnu til að ná þúsaldarmarkmiði SÞ, um að öll börn í heiminum  njóti sömu tækifæra til grunnmenntunar. Enn eru 72 milljónir barna þó utan skólakerfis, og 37 milljónir þeirra búa í löndum þar sem átök ríkja eða hafa ríkt. Þó í stríðshrjáðum löndum búi helmingur þeirra barna sem eru án skólagöngu fer ekki nema 20% af menntunarframlagi ríku þjóðanna til barna í þeim löndum. Börn í stríðshrjáðum löndum eru þannig skilin eftir með litla von um að brjótast úr vítahring fátæktar og átaka." Segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the Children á Íslandi.

Bætum framtíð barna

Samtímis því að hvetja leiðtoga ríkja heims um að bæta menntun barna, vinna alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, að því að bæta framtíð meira en átta milljón barna (e. Rewrite the future) í 20 stríðshrjáðum löndum fyrir árið 2010 með gæðamenntun. Þetta gera samtökin með því að byggja skóla, þjálfa kennara, búa til námsgögn og virkja stjórnvöld, börn, foreldra og nærsamfélag þeirra.

Barnaheill á Íslandi styðja verkefni í Afganistan, Kambódíu og Norður-Úganda og hefur Utanríkisráðuneytið veitt samtökunum styrki til menntunar barna í Afganistan og Norður-Úganda. Á síðasta ári styrkti Utanríkisráðuneytið útgáfu kennslubóka fyrir afgönsk börn. „Við erum afar ánægð með stuðning Utanríkisráðuneytisins. Styrkurinn gerði Barnaheillum, Save the Children kleift að láta skrifa og prenta ba