Jafningafræðslan hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla

Jafningjafræðslan, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Viðurkenningin var afhent í Þjóðmenningarhúsinu.

Jafningjafræðsla framhaldsskólanna, sem rekin er af Hinu húsinu, er fræðslu- og forvarnarverkefni fyrir ungt fólk. Hún var stofnuð á Íslandi árið 1996 af menntaskólanemum og studd danskri  fyrirmynd. Upphaflega var Jafningjafræðslan stofnuð til að sporna við og draga úr neyslu vímuefna en á þessum tíma hafði fíkniefnanotkun skyndilega aukist hér á landi.

IMG_3677aJafningjafræðslan, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Viðurkenningin var afhent í Þjóðmenningarhúsinu.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Jafningjafræðsla framhaldsskólanna, sem rekin er af Hinu húsinu, er fræðslu- og forvarnarverkefni fyrir ungt fólk. Hún var stofnuð á Íslandi árið 1996 af menntaskólanemum og studd danskri  fyrirmynd. Upphaflega var Jafningjafræðslan stofnuð til að sporna við og draga úr neyslu vímuefna en á þessum tíma hafði fíkniefnanotkun skyndilega aukist hér á landi.

Hugmyndafræðin er í stuttu máli sú að "ungur fræðir unga" og eru fræðararnir allir á aldrinum 17-21 árs. Forvarnir eru unnar af ungu fólki fyrir ungt fólk. Viða um heiminn eru í gangi verkefni sem byggja á þessari hugmyndafræði. Fjölbreytni þeirra er mikill en í flestum tilfellum er unnið að kennslu eða forvörnum gegn ýmiskonar heilsufarslegum vandamálum s.s. HIV smiti, óábyrgri kynlífshegðun, vímuefnaneyslu o.fl. en í seinni tíð hefur einnig verið lögð áhersla á sjálfsmynd ungs fólks og leitast við að styrkja hana og efla.

Afhending viðurkenningarinnar fór fram í Þjóðmenningahúsinu. Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra  fluttu ávarp auk þess sem fulltrúi Jafningjafræðslunnar, Hersir Aron Ólafsson ávarpaði samkomuna en hann tók á móti viðurkenningunni ásamt Brynhildi Karlsdóttur.   Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson sagði stuttlega frá reynslu sinni af því að fá jafningjafræðslu. Nemendur frá Tónlistarskóla Garðabæjar, þau Ólafur Hákon Sigurðarson, Vilborg Lilja Bragadóttir, Brynjar Örn Grétarsson og Björgvin Brynjarsson voru með tónlistaratriði.  Saman mynda þau Saxófónkvartett Tónlistarskóla Garðabæjar en þar stunda þau öll nám. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna stýrði athöfninni.