
Ungur drengur í Onigawa. Ljósmynd Jensen Walker
Barnaheill – Save the Children vekja athygli á að minnsta kosti 70 þúsund börn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan síðastliðinn föstudag.
Þeir sem vilja leggja börnum og fjölskyldum þeirra lið í kjölfar hamfaranna í Japan er bent á söfnunarsíma Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 904 1900 (1900 kr. framlag) eða 904 2900 (2900 kr. framlag). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327 - 26 – 001989, kt. 521089-1059.
Þeir sem vilja leggja börnum og fjölskyldum þeirra lið í kjölfar hamfaranna í Japan er bent á söfnunarsíma Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 904 1900 (1900 kr. framlag) eða
904 2900 (2900 kr. framlag).
Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna
0327 - 26 – 001989, kt. 521089-1059.
Viltu gerast heillavinur? Barnaheill – Save the Children vekja athygli á að minnsta kosti 100 þúsund börn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan síðastliðinn föstudag.
Stephen McDonald sem leiðir hjálparstarf Barnaheilla – Save the Children í kjölfar hamfaranna í Japan segir: “Við höfum miklar áhyggjur af þeim fjölda barna sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Mörg þeirra hafa misst heimili sín og verða að leita skjóls í ókunnugu umhverfi. Þessar erfiðu aðstæður geta valdið þeim óöryggi og kvíða. Einnig er hætta á að sum börn hafi orðið viðskila við foreldra og fjölskyldur sínar. Það er mjög mikilvægt að veita foreldrum og börnum aðstoð og stuðning þar sem þau eru að takast á við mikla erfiðleika í kjölfar hamfaranna.
Þúsundir manna hafa látist eða er saknað.
Um 400 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Komið hefur verið á fót meira en 2.000 hjálparstöðvum.
A.m.k 3.500 hús hafa eyðilagst og 77 þúsund hús og meira en 4.000 skólar hafa skemmst.
Barnaheill – Save the Children eru með neyðarteymi að störfum í Sendai, sem er það svæði sem verst hefur orðið úti, til aðstoða börn og fjölskyldur þeirra. Teymi á vegum samtakanna eru einnig staðsett á leiðinni frá Tókíó norður til Sendai til að setja upp barnvæn svæði þar sem börn geta fengið athvarf í öruggu umhverfi meðan foreldrar þeirra skrá sig á hjálparstöðvum.
Barnaheill – Save the Children hafa starfað í Japan frá árinu 1986 og stutt börn í erfiðum aðstæðum. Í kjölfar hamfaranna nú vinna samtökin að því, í samstarfi við stjórnvöld og fleiri aðila, að dreifa hjálpargögnum og að veita börnum og fjölskyldum þeirra sálfélagslegan stuðning.
{loadposition Japan}