Jasmine Whitbread ráðin framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - Save the Children

Jasmine Whitbread hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - Save the Children. Hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi.

Jasmine Whitbread hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - Save the Children. Hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children í Bretlandi.

Hlutverk Jasmine verður m.a. að fylgja eftir metnaðarfullri stefnu samtakanna um umtalsverðar breytingar á lífi þeirra barna sem minnst mega sín í heiminum. Einnig hefur verið skipuð ný alþjóðleg stjórn sem í sitja m.a. þrír fulltrúar Norðurlandanna.

29 landssamtök eru nú innan vébanda Barnaheilla - Save the Children og þau starfa saman í 120 löndum. Með skipan Jasmine Whitbread og nýrrar stjórnar verður áherslan á samhent átak í öllum alþjóðlegum verkefnum Barnaheilla - Save the Children enn meiri. Þannig næst frekari slagkraftur í starfsemi samtakanna á tímum þegar nær níu milljónir barna látast á hverju ári fyrir fimm ára aldur og 72 milljónir barna vaxa úr grasi án þess að hljóta menntun. Þá munu 175 milljónir barna fyrirsjáanlega mæta þrengingum og neyðarástandi næsta áratuginn.