Jólakort Barnaheilla 2018 er komið út

Linda Ólafsdóttir gerir jólakort Barnaheilla 2018.
Linda Ólafsdóttir gerir jólakort Barnaheilla 2018.

Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er komið út. Það er Linda Ólafsdóttir, listakona og myndskreytir, sem gerir kortið að þessu sinni og gefur samtökunum. Kortið heitir Friðarjól. „Augnablikið þegar friðargangan gengur niður Laugaveginn á Þorláksmessu finnst mér vera er eitt fallegasta augnablik jólanna.  Þetta er stundin sem maður gleymir jólastressinu eitt andartak og nýtur þess að fylgjast með eða taka þátt í göngunni sem streymir upplýst og syngjandi niður Laugaveginn.  Andartaks ró og friður – svo byrjar stuðið!“ segir Linda um hugmyndina á bak við kortið.

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.

Hægt er að panta jólakortin hér á vefsíðu Barnaheilla og  er þá greitt með greiðslukorti.

panta jólakort

Einnig má hringja í síma 553 5900 til að panta kort og millifæra geiðslu á reikning.

Jólakortin fást í verslunum A4 og Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. Við sendum um allt land.