Jólakort Barnaheilla

Þessa dagana er verið að bera út jólakort Barnaheilla til okkar dyggu kaupenda en vegna óviðráðanlegra aðstæðna varð lítilsháttar töf á útburði. Sala jólakorta er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.

Þessa dagana er verið að bera út jólakort Barnaheilla til okkar dyggu kaupenda en vegna óviðráðanlegra aðstæðna varð lítilsháttar töf á útburði.

Sala jólakorta er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á Jolakort2017-skorid-17x12-LWRfrjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði af sölu kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir velferð og bættum mannréttindum barna.

Við viljum minna á að jólakort Barnaheilla fást í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi og Akureyri og í verslunum A4 um allt land. 

Kortin fast einnig á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, s. 553 5900.