Jólakort Barnaheilla 2013

Sala jólakorta er gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Sala jólakorta er hafin. Jólakort Barnaheilla eru gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa þessi einstöku jólakort styður þú við bakið á öflugu starfi Barnaheilla – Save the Children hér á landi og erlendis og færir börnum um allan heim mannréttindi að gjöf.

Í ár var ákveðið að nýta jólakort sem gefin hafa verið á undanförnum árum, í stað þess að framleiða ný. Með því vilja samtökin sýna ráðdeild í rekstri, stuðla að nýtingu verðmæta og virðingu fyrir umhverfinu.

Hægt er að panta kort með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 553 5900. Vinsamlegast tilgreinið númer korts við pöntun. Tekið er við greiðslum með kreditkortum símleiðis en einnig er hægt að millifæra á reikning 0327-26-002535 kt. 521089-1059.
Kortin fást einnig í Litlu jólabúðinni og í völdum verslunum Pennans/Eymundssonar og Blómavals/Húsasmiðjunnar.

 

 ÞS2012_sm_jpg  Án titils úr seríunni Glansmyndir eftir Þuríði Sigurðardóttur. 

   12x17

   Kr. 250 stk.              

   Kort nr. 1.

  

 

 

 KG2012_sm_jpg  María Guðsmóðir eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

   Inni í kortinu er ljóðið Í koti eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.     

   12x17

   Kr. 250 stk.             

   Kort nr. 2.

 

 

   

2010_sm   Kort eftir Þorvald Þorsteinsson

   15x15

   Kr. 250 stk.

   Kort nr. 3.

 

   

      

2010a

Kort eftir Halldór Baldursson. Inni í kortinu er texti eftir Gerði Kristný.

15x15

Kr. 250 stk.

Kort nr. 4

 

 

 

2010b

Kort eftir Björk Bjarkardóttur

15x15

Kr. 250 stk.

Kort nr. 5.