Jólakort Barnaheilla 2014 komið út

Sala á jólakortum Barnaheilla er hafin. Í ár er það Karl Jóhann Jónsson listmálari sem styður samtökin með því að leyfa afnot af myndinni Emilía í snjónum. 

IMG_3573 litil copySala á jólakortum Barnaheilla er hafin. Í ár er það Karl Jóhann Jónsson listmálari sem styður samtökin með því að leyfa afnot af myndinni Emilía í snjónum. 

Myndin á kortinu er af dóttur listamannsins og hún er máluð í anda tímaritaauglýsinga frá miðbiki síðustu aldar.

,,Þetta er mynd af yngri dóttur minn að njóta sjókornana, það er alltaf svo skemmtilegur svipur sem kemur á krakka þegar þau snúa andlitinu upp í snjóinn,” segir Karl Jóhann.

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill og með því að kaupa jólakort styður þú verkefni samtakanna fyrir mannréttindum barna.

Jólakortin fást í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. 

Við sendum líka út á land. Hægt er að panta jólakortin í síma 553 5900 eða með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Sé um póstsendingu að ræða, er hægt er að leggja inn á reikning Barnaheilla 0327-26-002535, kt. 521089-1059

 IMG_3895Hér er listamaðurinn með jólakortin, nýkomin frá prentsmiðjunni.