Jólakort Barnaheilla 2012

Listmálararnir Kristín Gunnlaugsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir leggja Barnaheillum – Save the Children á Íslandi lið í ár með því að leyfa afnot af verkum sínum á jólakort samtakanna. Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, leggur einnig til kvæði.

Sala jólakorta er gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa þessi einstöku jólakort styður þú við bakið á öflugu starfi Barnaheilla – Save the Children hér á landi og erlendis.

Hér eru upplýsingar um pantanir á jólakortum.

 

                            

Listmálararnir Kristín Gunnlaugsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir leggja Barnaheillum – Save the Children á Íslandi lið í ár með því að leyfa afnot af verkum sínum á jólakort samtakanna. Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur, leggur einnig til kvæði.

Kristín leggur til málverkið, María Guðsmóðir, með ljóði Vilborgar, Í koti og Þuríður Sigurðardóttir leggur til verkið Án titils úr myndaröðinni Glansmynd.

Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Sala jólakorta er gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Með því að kaupa þessi einstöku jólakort styður þú við bakið á öflugu starfi Barnaheilla – Save the Children hér á landi og erlendis og færir börnum um allan heim mannréttindi að gjöf. Eldri jólakort samtakanna eru einnig til sölu en kortin koma öll með umslögum.

Hægt er að panta kort með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 553 5900. Vinsamlegast tilgreinið númer korts við pöntun. Tekið er við greiðslum með kreditkortum símleiðis en einnig er hægt að millifæra á reikning 0327-26-002535 kt. 521089-1059.

Kortin fást einnig í Ikea, Garðheimum, Iðu og Litlu jólabúðinni og í völdum verslunum Krónunnar, A4, BYKO, Pennans/Eymundssonar, Hagkaupa og Blómavals/Húsasmiðjunnar.

 

 ÞS2012_sm_jpg  Án titils úr seríunni Glansmyndir eftir Þuríði Sigurðardóttur. 

   12x17

   Kr. 250 stk.              

   Kort nr. 1.

  

 

 

 KG2012_sm_jpg  María Guðsmóðir eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

   Inni í kortinu er ljóðið Í koti eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.     

   12x17

   Kr. 250 stk.             

   Kort nr. 2.

 

 

Eldri jólakort :

2011EP_sm   Án titils eftir Eggert Pétursson. Uppselt.

   Í kortinu er ljóðið Skamm, ska