Jólapeysan 2018 – fjáröflunarátak í samstarfi við Lindex

Jólapeysan 2018 er í samstarfi við Lindex.
Jólapeysan 2018 er í samstarfi við Lindex.

Jólapeysan er fjáröflunarátak sem Barnaheill hafa staðið að í aðdraganda jóla frá árinu 2013. Að þessu sinni er átakið í samstarfi við Lindex. Með kaupum á jólapeysu í verslunum Lindex styður þú við börn í stríðshrjáðu Jemen. En 10% af verði valdra jólapeysa renna til neyðaraðstoðar á vegum Barnaheilla þar í landi.

Ástandið í Jemen er hræðilegt. Frá því að hernaðarbandalag undir forystu Sádi-Araba hóf þátttöku í borgarastyrjöldinni í landinu er talið að nærri 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri frá því í apríl 2015 þar til í október 2018. Fjórtán milljónir manna eiga á hættu að líða hungur í landinu samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.