Jólapeysan 2014 er hafin

Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, er hafin. Í ár er safnað fyrir Vináttu, forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is.

Jólapeysan lógóJólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, er hafin. Í ár er safnað fyrir Vináttu, forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is. Þar er hægt að skrá sig til leiks, finna upp á áskorun og hvetja vini og vandamenn til að heita á sig. Nokkrir vaskir einstaklingar hafa þegar tekið áskorunum og ætla að gera ýmislegt sem er aðeins, eða jafnvel nokkuð mikið, út fyrir þægindaramma þeirra. Allt frá því að fara á skauta í jólapeysu, til þess að labba aftur á bak upp Esjuna, eins og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, ætlar að gera. Hér má sjá myndskeið þar sem þessir einstaklingar lýsa því sem þeir ætla að gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti.
 
Hápunktur átaksins er á Jólapeysudaginn sjálfan, þann 12. desember, en öllum er frjálst að hafa sinn jólapeysudag hvenær sem hentar þeim. Þeir sem þegar hafa þegar tekið áskorunum ætla margir að velja aðra daga, bæði fyrir og eftir 12. desember, því söfnunin heldur áfram út mánuðinn.
 
Vináttu - verkefnið er danskt að uppruna og hefur gefið góða raun. Það byggir á nýjustu rannsóknum og miðar að því að skapa aðstæður sem byggja á umburðarlyndi, umhyggju, virðingu og hugrekki, svo einelti fái ekki þrifist. Efni til notkunar í leikskólum og fyrir foreldra hefur verið þýtt og staðfært og verkefnið er nú notað í tilrauna- og aðlögunarskyni í sex leikskólum á Íslandi.
 
,,Markmið okkar er að bjóða öllum leikskólum á landinu þátttöku í Vináttuverkefninu og vinna þannig að því að einelti fái ekki jarðveg í samskiptum hjá kynslóðinni sem er að vaxa upp. Þannig getum við byrgt brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á &Iacu