Jólapeysan 2015 - Jólapeysukeppni

Barnaheill hleypa nú af stokkunum jólapeysukeppni í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna 2015. Þetta er þriðja árið í röð sem Jólapeysan fer fram og nú er safnað fyrir sýrlensk flóttabörn. 

Jólapeysan_1000Barnaheill hleypa nú af stokkunum jólapeysukeppni í tengslum við fjáröflunarátakið Jólapeysuna 2015. Þetta er þriðja árið í röð sem Jólapeysan fer fram og nú er safnað fyrir sýrlensk flóttabörn og fjölskyldur þeirra. Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt og nýta sér þetta skemmtilega átak í jólaundirbúningnum og láta gott af sér leiða í leiðinni.

Skráning fer fram á jolapeysan.is og þar fá þátttakendur vini og vandamenn til að heita á sig. Með því að heita á einstakling, er einnig verið að kjósa í flokknum um vinsælustu jólapeysuna.

Jólapeysukeppnin fer fram áheitasíðunni jolapeysan.is. Sérstök dómnefnd mun velja úr jólapeysum og verðlaun verða afhent þegar átakið nær hámarki þann 19. desember. Veitt verða verðlaun í fimm flokkum, fyrir frumlegustu, ljótustu, fallegustu, vinsælustu og endurvinnslu jólapeysuna.

Börn treysta á þinn stuðning 

Áheitaféð mun renna til verkefna Barnaheilla - Save the Children sem snúa að móttöku og mannúðaraðstoð fyrir sýrlensk flóttabörn og fjölskyldur þeirra í móttökulöndunum við Sýrland. Nú þegar veturinn er brostinn á er þörfn fyrir aðstoð mikil. Samtökin starfa í flestum þeim löndum sem flóttamennirnir fara um, en áhersla er á að útvega fólkinu skjól, dreifa hlífðarfatnaði, mat, teppum og öðrum lífsnauðsynjum.

Saga Garðarsdóttir, leikkona, er andlit Jólapeysunnar 2015.

„Það er gaman að fylgjast með þessari skemmtilegu hefð þróast. Okkur finnst sérstaklega gaman að sjá þá stemningu sem skapast á vinnustöðum, skólum og í heimahúsum þegar fólk tekur þetta alla leið með jólapeysupartýum,“ segir Erna Reynsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla; „Málefnið er afar þarft. Nú þegar vetur er genginn í garð er gífurleg þörf á mat, teppum, hlífðarfatnaði og öðrum nauðsynjum sem Barnaheill - Save the Children dreifa til sýrlenskra flóttamannafjölskyldna.“

Hægt er að styðja málefnið með því að heita á einstaklinga og fyrirtæki á jolapeysan.is.