Jólapeysan 2016 er hafin

Jólapeysan í ár snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum auðvitað.  Merktu myndina eða myndbandið með #jolapeysan, póstaðu á Facebook, Instagram eða Twitter og skoraðu á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.

Jo´lapeysan 2016 minni

Jólapeysan 2016 snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum.  Myndin - eða myndbandið – er merkt  #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.

Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is – frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.

Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni.

Á Facebook síðu Jólapeysunnar er einnig að finna upplýsingar og myndir.

Safnað fyrir sýrlensk börn

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Við söfnum fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þolað hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður.

Sendu sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera:
903 1510 = 1.000 kr.
903 1520 = 2.000 kr.
903 1550 = 5.000 kr.


Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar.

Vertu með, því stuðningur þinn skiptir máli.

Söfnum fyrir mýkri heimi!