Jólapeysan – nýstárlegt og skemmtilegt fjáröflunarátak

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hleypa nú af stokkunum nýstárlegu og skemmtilegu fjáröflunarátaki sem nefnist Jólapeysan. Þátttakendur í átakinu skrá sig á áheitavefnum jolapeysan.is þar sem þeir keppast um að fá sem hæst áheit út á jólapeysuna sína. Jólapeysugleði er hægt að halda hvar sem er og bæði ungir og aldnir geta tekið þátt og sótt sér efni við hæfi á jolapeysan.is. Jólapeysupartý má halda hvenær sem er, en átakinu lýkur formlega föstudaginn þrettánda desember.

BHeill.Anna 500Barnaheill - Save the Children á Íslandi hleypa nú af stokkunum nýstárlegu og skemmtilegu fjáröflunarátaki sem nefnist Jólapeysan. Þátttakendur í átakinu skrá sig á áheitavefnum jolapeysan.is þar sem þeir keppast um að fá sem hæst áheit út á jólapeysuna sína. Jólapeysugleði er hægt að halda hvar sem er og bæði ungir og aldnir geta tekið þátt og sótt sér efni við hæfi á jolapeysan.is. Jólapeysupartý má halda hvenær sem er, en átakinu lýkur formlega föstudaginn þrettánda desember. 
Á jolapeysan.is eru ýmsar hugmyndir og uppskriftir af því hvernig útbúa má jólapeysur og halda skemmtilega jólapeysugleði, en þar er einnig að finna prjónauppskriftir af jólapeysum ásamt ýmsu öðru efni sem auðveldar skipulagningu og framkvæmd.
 
,,Það er gaman að geta slegið tvær flugur í einu höggi og geta boðið upp á skemmtun um leið og maður óskar eftir stuðningi við verkefni Barnaheilla,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna. Fyrirmyndin að átakinu er sótt til Save the Children í Bretlandi, sem hóf sams konar fjáröflunarátak á síðasta ári sem var afar vel tekið af almenningi; ,,Þar er jólapeysan auðvitað hluti af menningunni og er að komast í tísku aftur eftir áralanga tískuútlegð. Okkur fannst vera kominn tími til að brydda upp á nýjungum hér á Íslandi og þess vegna tilvalið að lífga upp á tilveruna með jólapeysum.”
 
Jón Gnarr, borgarstjóri, Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og DJ Margeir leggja átakinu lið. Þannig hvetur Jón fólk til að prjóna sínar eigin peysur, Anna Svava hvetur fólk til dáða með veitingar og DJ Margeir slær tóninn með spilunarlistum fyrir flest jólapeysutækifæri.
 
Jólapeysan 2013
Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona með meiru og stofnandi Knitting Iceland, hannaði Jólapeysuna 2013, en Jón Gnarr klæðist peysunni á auglýsingum átaksins. Uppskrift peysunnar má kaupa til stuðnings átakinu í verslunum Hagkaupa sem og í helstu lopasöluverslunum landsins.
 
Besta peysan
Á Facebook og Instagram verður keppt í nokkrum flokkum um bestu peysuna. Þannig verða veitt verðlaun fyrir bestu nördapeysuna, glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna ljótustu peysuna og auðvitað fallegustu jólapeysuna 2013.
 

,,Við hvetjum fólk til að nýta hugmyndaflugið og skapa frumlegar og skemmtilegar jólapeysur, en þetta er auðvitað líka tilvalið tækifæri til að skora á aðra og fá þá til að gera einhverja hluti ef ákveðin upphæð næst í áheitum. Það verður gaman að sjá hvað f&oa