Kambódía

Skólabörn í kambódíu fagna opnunun á nýjum skóla sem Barnaheill á Íslandi styrktiÍ gærkvöldi var sýnd heimildarmynd Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur Börn til sölu, (sýnd á RÚV þ. 21. apríl) sem fjallar um mansal og vændi á börnum í Kambódíu og sýnir vel þær skelfilegu aðstæður sem fjöldi barna í Kambódíu búa við.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children hafa starfað í landinu frá 1989 og vinna að því að vernda börn gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og að byggja upp menntastarf víða í landinu.

Í gærkvöldi var sýnd heimildarmynd Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur Börn til sölu, (sýnd á RÚV þ. 21. apríl) sem fjallar um mansal og vændi á börnum í Kambódíu og sýnir vel þær skelfilegu aðstæður sem fjöldi barna í Kambódíu búa við.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children hafa starfað í landinu frá 1989 og vinna að því að vernda börn gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og að byggja upp menntastarf víða í landinu.

Barnaheill á Íslandi hafa stutt starf samtakanna í afskekktum og illa settum héruðum Kampong Cham sýslu og hafa lagt um 12 milljónir króna í uppbyggingu menntunar. Fyrir fjármagnið hefur m.a verið:

  • byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu.
  • Kennarar hafa fengið þjálfun
  • haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar
  • Vinnuhópar, barna- og ungmennaráð og skólanefndir hafa verið settar á laggirnar til að efla þátttöku barna í skólastarfi og til að hvetja börn sem hafa verið án skólagöngu að skrá sig
  • Nokkrir skólar hafa fengið kennslugögn og bókasöfn.
  • Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn sjúkdómum
  • Foreldrar hafa fengið þjálfun í að örva þroska barna sinna og að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi
  • komið hefur verið á fót menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla

Fyrir tilstilli Barnaheilla á Íslandi hafa um 900 börn á grunnskólaaldri fengið aðgang að góðu skólahúsnæði og betri menntun og um 300 börn á leikskólaaldri hafa jafnframt fengið aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn notið góðs af uppbyggingarstarfi samtakanna á einn eða annan hátt.

 

Barnaheill á Íslandi leita eftir fjárframlögum til geta haldið áfram að styðja hið mikilvæga uppbyggingarstarf sem Barnaheill, Save the Children vinna í Kambódíu sinna, því verkefnin eru gríðarleg. Smelltu hér ef þú hefur áhuga að styrkja verkefnið.

 

Menntun hjálpar börnum að vernda sig gegn sjúkdómum og ofbeldi og að takast á við erfiða reynslu og veitir þeim styrk og færni og betra líf. Menntun er jafnframt leið út úr fátækt og stuðlar að friði. Barnaheill í Kambódíu leggja mikla áherslu á að fræða börnin um réttindi sín sem þau eru yfrleitt illa upplýst um, eins og um . rétt &thor