Kapphlaupið um lífið ? barnamaraþon í 40 löndum

Barnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þriðjudaginn 16. október, sem er alþjóðlegur dagur fæðu og næringar. Hlaupið kallast Kapphlaupið um lífið, eða Race for Survival og fer fram í 40 löndum í ár. Rúmlega 20 þúsund börn taka þátt í hlaupinu. Með þátttöku sinni vilja þau vekja athygli á baráttunni gegn hungri og þætti hungurs og vannæringar í fjölda barnadauða á hverju ári. Hlaupið er ákall til stjórnvalda og ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

Barnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þriðjudaginn 16. október, sem er alþjóðlegur dagur fæðu og næringar. Hlaupið kallast Kapphlaupið um lífið, eða Race for Survival og fer fram í 40 löndum í ár. Rúmlega 20 þúsund börn taka þátt í hlaupinu. Þau vilja vekja athygli á baráttunni gegn hungri og þætti hungurs og vannæringar í fjölda barnadauða á hverju ári. Hlaupið er ákall til stjórnvalda og ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

Maraþonið fer fram í Lauardalshöll kl. 10-13 næstkomandi þriðjudag. Um er að ræða heilt maraþon sem börn á aldrinum 11-13 ára hlaupa í boðhlaupsformi 200 metra í einu. Hér á landi taka fjögur lið skipuð um 140 einstaklingum úr jafnmörgum skólum þátt, en þau koma úr Álfhólsskóla í Kópavogi, Hofsstaðaskóla í Garðabæ, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.

Þekktir einstaklingar munu leggja málstaðnum lið með því að taka þátt í boðhlaupinu. Með þátttöku sinni þrýsta þeir einnig á stjórnvöld að styðja ódýrar lausnir sem virka gegn barnadauða; að börn hafi aðgang að heilbrigðisstarfsmanni og bólusetningu og fái almennilega næringu sem hjálpar þeim að komast af og dafna.

Þetta er í fimmta sinn sem hlaupið fer fram á alþjóðavísu. Á síðasta ári náðu níu lið að slá maraþonheimsmeti Patrick Makau frá Kenýu sem er 2:03:38. Besti tími sem náðst hefur í Kapphlaupinu um lífið er 1:51:52 sem krakkar í Nderu í Kenýa náðu í fyrra.

“Öll börn eiga rétt til lífs samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við verðum að gera okkar til að koma í veg fyrir að á fjórðu hverri sekúndu skuli barn deyja af ástæðum sem auðvelt er að ráða við,” segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi; ,,Það er hins vegar virkilega ánægjulegt að börn skuli leggja svo mikinn metnað í að vekja athygli á stöðunni og þrýsta á um breytingar með því að taka þátt í hlaupinu.”

Alþjóðleg barátta gegn barnadauða af af viðráðanlegum orsökum hefur náð krítískum tímapunkti. Þó góður árangur hafi náðst síðasta áratuginn, létust 6,9 milljón börn undir fimm ára aldri á síðast ári. Eitt af markmiðum Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna er að fækka fjölda tilfella um tvo þriðju fyr