Kennarar skipta meira máli en allt annað

Hluti myndar á bls. 3 í skýrslunni.
Hluti myndar á bls. 3 í skýrslunni.

Börn læra ef þau hafa góðan kennara – það gerist þótt engar skólastofur séu til staðar, né bækur, tafla eða krít. Kennarar skipta meira máli í námi barna en allt annað. Þess vegna ætti fjárfesting í kennurum að vera algjört forgangsmál til að tryggja að flóttabörn fái gæðamenntun.

Ný skýrsla frá Barnaheillum – Save the Children í Bandaríkjunum, Hear it from the Teachers, varpar ljósi á stöðu kennara flóttabarna. Í skýrslunni tjá kennararnir sig um hverjar þeir telja helstu áskoranir við að sinna sínu starfi og styðja við bakið á flóttabörnum svo þau nái sér á strik, læri og blómstri.

Hear it from the teachers„Þegar flóttabörn komast aftur í skóla dregur það úr streitu og slæmum minningum um atburðina heima fyrir. Þau sem finnst þau einangruð finnst þau aftur tilheyra. Menntun er lykill að lífinu og ljós fyrir framtíðina.“
        -Tabu, kennari í Úganda á vegum menntaverkefnis Suður-Súdan.

„Sýrlensk börn hafa metnað. Stríðið hefur haft áhrif á þau en metnaðurinn er enn til staðar. Þau langar að láta drauma sína rætast.“
        -Moussa, kennari yngri barna í Líbanon.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi styðja verkefni sem snýr að menntun og skólagöngu Sýrlenskra flóttabarna sem dvelja í flóttamannabúðum í Jórdaníu.

Aldís Yngvadóttir