Kiwanismenn styðja við Geldingalæk

geldingalkur_kiwanis.jpgKiwanisklúbburinn Höfði hefur frá upphafi stutt við meðferðarheimili Barnaheilla á Geldingalæk sem nú hefur verið starfrækt í tæp tíu ár í samvinnu við Barnaverndarstofu. Þar dvelja að jafnaði sex börn. Kiwanismenn hafa farið í vinnuferðir að Geldingalæk á hverju ári og dyttað að húsum, gróðri og girðingum.

Kiwanisklúbburinn Höfði hefur frá upphafi stutt við meðferðarheimili Barnaheilla á Geldingalæk sem nú hefur verið starfrækt í tæp tíu ár í samvinnu við Barnaverndarstofu. Þar dvelja að jafnaði sex börn. Kiwanismenn hafa farið í vinnuferðir að Geldingalæk á hverju ári og dyttað að húsum, gróðri og girðingum.

Þá hafa þeir fært heimilinu leiktæki, börnunum glaðning á jólum og flugelda um áramót. Brynjólfur Gíslason, fv. forseti Höfða, segir þetta hafa verið afar ánægjulegt verkefni. „Við höfum reynt að gera umhverfið skemmtilegra og átt mjög gott samstarf við forráðamenn heimilisins. Við förum í vinnuferðir á hverju sumri, auk áramótaferðanna. Það er alltaf gaman að koma að Geldingalæk og hefur gefið okkur mikið.”