Kompás-þáttur um starf Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í Kambódíu - 1. hluti

Menntunarverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi nær til barna í Chom Kar Leu héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu, en um 30% barnanna á svæðinu eru ekki í skóla.

 

Menntunarverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi nær til barna í Chom Kar Leu héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu, en um 30% barnanna á svæðinu eru ekki í skóla. Unnið er að því að byggja skóla, setja upp bókasafn, þjálfa kennara og leiðbeinendur og koma upp menntamiðstöðvum fyrir eldri börn sem ekki hafa lokið grunnskóla. Barnaheill -- Save the Children á Íslandi lögðu um eina milljón króna til verkefna í Kambódíu árið 2009. Um helmingur fjársins kom frá söfnun nemenda í Menntaskólanum við Sund. Á árunum 2006-2008 lögðu samtökin rúmlega 11 milljónir króna til uppbyggingar menntastarfs í Stoeung Trong-héraði í Kampong Cham sýslu í Kambódíu. Barnaheill - Save the Children hafa starfað í landinu frá 1989. Samtökin berjast fyrir mannréttindum barna í landinu og vinna að því að veita þeim menntun og vernd gegn ofbeldi og mansali.


Fyrir fjárframlög Barnaheilla -- Save the Children á Íslandi hafa verið byggðir þrír skólar með allri nauðsynlegri aðstöðu. Kennarar hafa fengið þjálfun og haldnir hafa verið fundir með foreldrum um mikilvægi menntunar. Vinnuhópum, barna- og ungmennaráðum og skólanefndum hefur verið komið á fót til að efla þátttöku barna og foreldra í skólastarfi og til að hvetja börn, sem hafa verið án skólagöngu, að fara í skóla. Nokkrir skólar hafa fengið kennsluefni, svo sem orðabækur og sögubækur, og sett hafa verið upp bókasöfn í nokkrum skólum. Kennarar, foreldrar og börn hafa fengið kennslu um varnir gegn ýmsum sjúkdómum og foreldrar hafa fengið aðstoð við að koma upp foreldrareknu leikskólastarfi. Einnig hefur verið komið upp menntamiðstöðvum til að veita ungu fólki, sem ekki hefur lokið grunnskóla, menntun.

Barnaheill -- Save the Children á Íslandi hafa þannig átt þátt í að veita meira en 900 börnum á grunnskólaaldri aðgang að góðu skólahúsnæði og meira en 300 börnum á leikskólaaldri, aðgang að leikskólastarfi. Alls hafa um 23 þúsund börn í Kambódíu notið góðs af uppbyggingarstarfi Barnaheilla -- Save the Children á Íslandi á einn eða annan hátt.

Miklu máli skiptir að virkja allt samfélagið til að verkefnin verði sjálfbær og Barnaheill -- Save the Children í Kambódíu vinna náið með fræðsluyfirvöldum þar í landi. Ólæsi er mikið í landinu og enn eru um 50 þúsund börn án skólagöngu og bæta þarf menntun þúsunda barna í landinu. Menntun hjálpar börnum að vernda sig gegn sjúkdómum og ofbeldi og að takast á við erfiða reynslu auk þess sem hún veitir þe