Komum heiminum í lag - átak í kynningu á þróunarmálum

Í vikunni stendur Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir kynning á þróunarmálum. Átakið “Komum heiminum í lag - Þróunarsamvinna ber ávöxt” er unnið í samvinnu við frjáls félagasamtök sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stendur út vikuna.

Markmiðið með átakinu er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

Þekkt tónlistarfólk leggur átakinu lið með því að semja mismunandi lög við sama lagatexta. Á Fésbókarsíðu átaksins má sjá árangurinn og nálgast textann.

Í vikunni stendur Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir kynning á þróunarmálum. Átakið “Komum heiminum í lag - Þróunarsamvinna ber ávöxt” er unnið í samvinnu við frjáls félagasamtök sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stendur út vikuna. Þetta er í annað sinn sem hópurinn stendur að slíku átaki en áherslan í ár er á ójöfnuð í heiminum.

Markmiðið með átakinu er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

Ójöfnuður, hvort sem um era ð ræða menningarlegan, félagslegan, pólitískan, landfræðilegan eða fjárhagslegan, leiðir af sér langvarandi fátækt. Nýlegar rannsóknir sýna að mikill ójöfnuður tekna hægir á vexti. Milljónir manna eru fórnarlömb þessara aðstæðna og verða af félags- og efnahagslegum tækifærum.

Barn, sem fæðist inn í fjölskyldu sem er í hópi þeirra tuttugu prósenta íbúa sem hafa lægstar tekjurnar (samanborið við barn sem fæðist inn í fjölskyldu sem tilheyrir hópi þeirra tuttugu prósenta sem hafa hæstar tekjurnar) er:
•    þrisvar sinnum líklegra til að vera undir kjörþyngd miðað við aldur.
•    tvisvar sinnum líklegra til að vera vanþroska af völdum vannæringar.
•    tvisvar sinnum líklegra til að deyja fyrir fimm ára aldurinn, oftast úr sjúkdómum sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir.

Þau 20% íbúa heimsins sem hafa hæstar tekjurnar stýra 64-80% af öllum tekjum heimsins á meðan 20% fátækustu íbúanna hljóta eingöngu 1-3% allra tekna í sinn hlut. Hlutur þeirra fátækustu hefur ótrúlega lítið batnað síðustu tvo áratugi. Ef fram heldur sem horfir, mun það taka þær þúsund milljónir hinna tekjulægstu 800 ár að ná því að afla 10% teknanna.

Landsþekktir tónlistarmenn leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í „lag“. Tónlistarmennirnir semja 5 mismunandi lög við sama textann og verður eitt lag frumflutt á degi hverjum frá mánudegi til föstudags vikuna 17.–21. september í Virkum morgnum á Rás 2 og á netinu. Átakinu lýkur með tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg laugardagskvöldið 22. september.

Þeir sem semja lögin 5 og koma fram á tónleikunum eru Jón Jónsson og Friðrik Dór, Lára Rúnarsdóttir og hljómsveit, Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal og Védís Hervör og Varsjárbandalagið. Hægt er að kynna sér lö